Jólin

Jólin eru að koma. Við fögnum þá afmæli jósefínu og þegar vitringstáturnar komu við í heimsókn. Svo koma líka Jólasveinkurnar í heimsókn til okkar.  Og við hugsum vel og lengi um lærisveinkurnar 11 og Júdas. Mikið hljómar þetta kjánalega... en ég fæ pakka þannig að mér er bara alveg skítsama


Út að borða

Það þarf frekar mikið að vera að til að ég hafi mig í það að skrifa svona færslu en ég læt nú vaða í þetta skiptið.

 
Það vill svo til að það þarf frekar mikið til að gera mig pirraðan, og þá sérstaklega ef um veitingastað/skyndibitastað er að ræða. Ástæðan er sú að ég er þekktur í vinahópnum fyrir að vera mjög seinheppinn með þjónustu á veitingahúsum og því hef ég einfaldlega vanist því að fá forrétt þegar aðrir eru komnir vel á veg með aðalrétt, fá að vita að hráefnin í réttinn sem mig langaði í séu ekki til og ég beðinn um að panta eitthvað annað (n.b. fæ að yfirleitt að vita af svona þegar allir sem eru með mér á borði eru komnir með sinn aðalrétt) og þannig eftir götum. Hinsvegar hafa öll veitingahús verið með fína þjónustu á allan annan hátt. Blásaklausir þjónar biðja mig miskunarlaust afsökunnar án þess að vita það að bölvun hvílir á mér og það ætti að vera ég sem bið þá afsökunar fyrir að fara á þennan stað vitandi það að 90% líkur séu á því að eitthvað klúðrist og greyin þurfi að afsaka sig.

 
Svo fer ég yfirleitt mjög sáttur því að þjónar eru kurteisir og mjög almennilegir við mig.

 
En í kvöld var þetta önnur saga. Eitthvað sagði mér að ekki væri allt með felldu er ég og kærastan höfðum pantað á Ítalíu, og við fengum þjónustu innan við 5 mín eftir að við stigum inn. Og enn meiri hrollur læddist að mér þegar við fengum réttinn innan við 10 mín seinna. En maturinn var mjög góður og þjónustan upp að honum mjög fín.

 
Svo þegar við ætlum okkur að borga bið ég eina stúlkuna vinsamlegast um að færa okkur reikninginn. Ég og kærastan spjöllum eitthvað saman á meðan við bíðum og svo er okkur farið að leiðast biðin smá því 12 mín voru liðnar frá því að við báðum um reikninginn, þannig séð ekkert svakalega langur tími og ég hef alveg þurft að bíða svo lengi oft, en við vorum á smá hraðferð. Svo kemur sama þjónustustúlkan allt í einu að borðinu þegar 16 mín eru liðnar frá því að við tölum við hana. "Hva?? eruð þið enn að bíða eftir reikningnum". Ég brosi og segi "Já svo er víst". Hún: "Heyrðu það er víst soldið mikið að gera hjá honum sem þarf að skrifa út reikninginn en ég skal ýta við þessu." Þannig að við bíðum þá sallaróleg treystandi því að við færum bráðum að sleppa þaðan út. 5 mínútum seinna.. ekkert gerist, ég hugsa með mér "Jæja þetta hlaut að gerast.. Veitingastaðarbölvunin hlaut að refsa mér á einhvern nýjan hátt í þetta skiptið". 9 mín seinna (30 mín liðnar frá því að við báðum um reikninginn) þýtur þjónustustúlkan, sem ég bað um að koma með reikninginn, enn eitt skiptið með eitthvað handa öðrum kúnna fram hjá mér. Ég var búinn að fá nóg þarna... Ég áttaði mig á því að veitingastaðarbölvunin ætti enga sök í þessu máli heldur væri þetta bara léleg þjónusta á staðnum. Og þar sem mér var farið að líða eins og fanga í prísund, þar sem maður þyrfti að bíða að eilífu þar til maður fengi loks að borga ákvað ég loks að standa upp og labba bara að þessum manni sem tekur saman þessa reikninga og fá að borga eða fara bara. Ég segi "Sæll. Hérna, er hægt að borga hér bara?" Hann: "Haa.....já.. jújú. Við hvaða borð sátuð þið". Ég benti honum á borðið. Hann: "Já alveg rétt. Borð númer 10. það gera XXXX kr". Ég: "Já gjörðu svo vel." rétti honum kortið og bæti við "Það er greinilega soldið mikið að gera hjá þér í kvöld, búinn að bíða í 30 mín eftir mega fara í burtu." Hann: "Ha já, sorry maður" sagði hann í sömu mund og hann rétti mér snefillinn til að kvitta á og kortið og snéri sér svo við og fór að huga að einhverju öðru.

 
Ástæðan fyrir því að þetta fékk svo á mig var einfaldlega sú að það er hreint út sagt fáranlegt að þurfa að bíða 30 mín eftir að fá að komast út af einhverjum stað og fá svo varla afsökunarbeiðni. Hef aldrei lent í þessu áður og vona svo sannarlega að ég geri það ekki aftur. Slysast allavega aldrei aftur inn á veitingastaðinn Ítalíu, þó svo að ég hafi yfirleitt fengið góða þjónustu þar (stundaði þennan stað á tímabili).

 
Jæja. Pirringurinn farinn eftir þessi skrif.


Um bloggið

Ingólfur Dan Þórisson

Höfundur

Ingólfur Dan Þórisson
Ingólfur Dan Þórisson
Ingó heiti ég.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband